2013.10.15

Guest AIR fær kynningu fyrir yfir 100 endursöluaðila í London

Guest AIR sem er ský hugbúnaður NetPartner sem hefur verið í þróun núna í um 2 ár hefur tekið sín formlegu skref á markað frá því í september. Kynningar víðs vegar í Bretlandi eru hafnar í samráði við Micro-P, http://www.exertismicro-p.co.uk, sem er stærsti dreifingar aðili t.d. Dell á Bretlandseyjum með yfir 85% markaðshlutdeild og yfir 2 milljarða punda veltu. Það er til mikils að vinna að hafa svona sterkan aðila að sjá um dreifingu og tæknistuðning fyrir stærsta einstakan markað í heimi fyrir utan Bandaríkin.

Haldin var ráðstefna í London þar sem að Símon H. Wiium kynnti Guest AIR við góðar eftirtektir og mikið af spurningum.

Beinar sölur til markaðssvæða sem ekki hafa dreifingaraðila hefjast um áramótin.

Á meðfylgandi mynd er Símon H. Wiium og Jason Hill sölustjóri net- og öryggis deildar Micro-P.

Símon H Wiium og Jason Hill Símon Fyrirlestur Ráðstefnan var haldin í þessu skipi

Kynningin var haldin um borð í HMS Belfast sem er beitiskip frá seinni heimstyrjölinni við Thames fljót.