2013.08.20

Hafnarfjarðarhöfn og TM setja upp næstu kynslóðar netkerfi

Tryggingarmiðstöðin og Hafnarfjarðarhöfn

Tryggingarmiðstöðin og Hafnarfjarðarhöfn eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa tekið í sína þjónustur netlausnir NetPartner. Uppsett hafa verið örugg netkerfi sem þar sem full yfirsýn og rýni er á allri notkun og umhverfinu í heild sinni.

Á báðum stöðum er þráðlaust net fyrir starfsfólk og gesti en gríðarlegar öryggiskröfur hafa verið settar sem forsendur fyrir slíku. Bæði kerfin fara í rýni en til að geta veitt auðvelt aðgengi fyrir hvern sem er en á sama tíma uppfylla rýniskröfur er vandasamt og að mörgu að huga bæði við að færa notendum netið og svo hvernig auðkenning og upplýsingar berast notendum.

Hafnarfjarðarhöfn mun auk þess taka í notkun Guest AIR til að stjórna aðgengi notenda og skipsáhafna sem dvelja yfir vetrartímann við höfnina.