2013.10.26

Garðarbær og Grindavík í samstarf

Garðarbær og Grindavík eru komin í samstarf um net og öryggismál. Með uppsetningu á lausnum frá NetPartner hefur verið tekið stórt skref í vistvænu netaðgengi með fullri innsýn og aðgangsstjórnun hvort sem er á víruðu eða þráðlausu neti.

Eins mikilvægt og frelsi internetsins er þá er líka mikilvægt að geta stjórnað aðgengi og efni sem notendur hafa aðgengi að þegar slíkt er við hæfi. Með uppsetningu á netlausnum NetPartner fæst þessi stjórnun og innsýn, mögulegt er að tryggja að t.d. grunnskólanemar hafi ekki aðgang að því efni sem ekki telst við hæfi á meðan starfsmenn hafa rýmri heimildir þar sem þess er óskað.

Tekið hefur einnig verið mikilvægt skref í almennu gagnaöryggi með tilliti til vottana eins og ISO og PCI sem stærri fyrirtæki og stofnanir verða að taka tillit til.

Grindavík og Garðabær