2013.12.12

Securitas fer alla leið.

Securitas hefur hafið innleiðingu á bakenda kerfi frá NetPartner þar sem allar tölvur, netþjónar og öll snjalltæki fyrirtæksins eru varin og dulkóðuð.

Kerfisstjórar Securitas geta gegnum miðlæga stjórnun stýrt öllum tækjum, frá því hvaða forrit mega vera uppsett, dulkóðað öll tæki án þess að raska notkun þeirra eða kalla þau inn, stýrt því hvaða snjalltæki og tölvur geta tengst og lesið tölvupóst, lokað á tæki sem ekki eru heimiluð af tölvudeild eða tæki sem ekki uppfylla öryggiskröfur um dulkóðun og læsingar. Sama lausn veitir fulla innsýn yfir uppsettan hugbúnað (Patch Assesment), gerir tölvudeild mögulegt að eyða heimildum og núllstilla tæki sem eru týnd eða stolin og gildir einu um hvort er að ræða Windows eða Mac, iPad, iPhone eða Android snjall síma og tæki, sömu stefnur og reglur gilda yfir allt.

Með þessari innleiðingu hefur Securitas kynslóða uppfært öryggisstigið allt frá netjaðri og inn í bakenda upplýsingakerfanna og alla leið til notenda, bæði tölvur og snjalltæki.

Securitas Logo