2012.08.15

Að sjá netnotkun í rauntíma

SonicOS 5.8 er komið út og með því hefur SonicWALL brotið blað í viðmóti netstjórnunartækja.

Með SonicOS 5.8 er mögulegt að sjá alla umferð sem fer yfir internetið í rauntíma í notendavænu viðmóti. Auðvelt er að flokka þetta eftir tegund notkunar, forrita eða gagnamagni sem streymir út og inn frá internetinu. Allar þessar upplýsingar sjást svo auðveldlega með skýrslugerðartóli sem fylgir SonicWALL netlausnum langt aftur í tímann.

SonicOS 5.8 er fimmta kynslóð stýrikerfa frá SonicWALL þar sem áherslan er lögð að straumlínulagað útlit og notkun þar sem upplýsingar fást auðveldlega.