2012.03.30

Árborg sveitarfélag - 3 ár með NORRIQ NetPartner

"Haustið 2009 keypti Sveitarfélagið Árborg SonicWall vefsíu á internetgáttina. Fljótlega sáum við hversu öflugt tæki við vorum með í höndunum og ákváðum að nota það líka sem eldvegg, vpn-gátt og fleira. Í dag lítum við á tækið sem eldvegg með vefsíu þó það hafi ekki verið ætlunin í upphafi.

Stór kostur við SonicWall tækið er einfalt viðmót þess og við þurftum ekki djúpa netþekkingu til þess að gera breytingar og bæta við virkni. Síðustu tvö ár höfum við bætt við litlum SonicWall tækjum sem sítengja minni starfsstöðvar við staðarnetið okkar um ADSL línu. Þekkingarlega var þetta mjög einfalt því litlu tækin hafa sama viðmót og það stóra.

Það er sjaldgæft að hafa keypt eitthvað sem eykur virðið með árunum, en SonicWall framleiðandinn er duglegur að koma með hugbúnaðaruppfærslur sem fjölga eiginleikum tækisins án þess að greiða þurfi viðbótargjald.

Uppsetningarvinna og þjónusta sem við höfum keypt frá Norriq er hvortveggja einstaklega fagmannleg og persónuleg. Starfsmenn Norriq leggja sig fram um að þekkja þarfir okkar og benda á það sem við getum gert til þess að bæta þjónustu okkar og auka öryggi.

Eftir á að hyggja er samstarfið við SonicWall og Norriq mun þéttara en við gátum ímyndað okkur í upphafi."

Árni Laugdal, deildarstjóri tölvu- og fjarskiptakerfa Sveitarfélagsins Árborgar.