2013.04.17

Grayline / Allrahanda með Hotspot

Grayline / Allrahanda hefur í samstarfi við NetPartner sett upp þráðlausan netbúnað í hópferðabílana sína þar sem ferðamönnum býðst ókeypis Internet aðgangur að því gefnu að þeir skrái sig inn með löglegu netfangi.

Tronica netstjórnunarhugbúnaðurin sem NetPartner hefur þróað er notaður til að halda utan um notkunina á kerfinu og innskráningar. Með hugbúnaðinum gefst Allrahanda möguleiki á því að gæta jafnræðis á bandvíddarnotkun gesta sem er takmörkuð við 3g ásamt því að geta boðið þeim sem ferðast með þeim sérstök tilboð sem aðeins eru í boði gegnum tölvupóst. Hugbúnaðurinn uppfyllir enn fremur reglur Evrópusambandsins um skráningu á notendum á Hotspot neti en líklegt er að sömu reglur verði á einhverjum tímapunkti innleidar hérlendis.