2012.09.12

Ráðstefna um öryggi og infrastrúktur, Grand Hótel 28. september

NORRIQ NetPartner býður til ráðstefnu um net og öryggismál á Grand hótel föstudaginn 28. september frá kl 9 til 15. Boðið verður upp á kaffi og hádegismat ásamt léttum veitingum í lok ráðstefnunnar.

Ráðstefnan er tæknilegs eðlis og er ætluð fagfólki, stjórnendum og öllum áhugamönnum um öryggismál í upplýsingatækni. Á ráðstefnunni fara sérfræðingar frá Infinigate, SonicWALL, Sophos og Securenvoy yfir ýmsa möguleika til að auka öryggi í rekstri tölvu- og netkerfa, auk þess sem sérfræðingur frá Coraid kynnir nýja nálgun í gagnageymslulausnum sem slegið hafa í gegn.

SonicWALL kynnir lausnir sem þegar eru í notkun hjá t.d. Össuri hf og Securitas ehf og skyggnist inn í framtíðina í netmálum.

Öryggisfyrirtækið Sophos kynnir "Mobile and endpoint device management in minutes".

SecureEnvoy - Hvað er það sem þú ert alltaf með? Símann þinn. Kynning á hvernig þú getur auðkennt hvern sem er hvenær sem er gegnum símann. Einföld en örugg lausn á þekktu vandamáli með tilheyrandi hagræðingu.

CoRAID - EthernetSAN: Gagnastæður með eigin sýn á hlutina sem eiga mikið erindi inn á íslenskan markað,

Þátttaka er öllum opin og fer fram skráning á www.firewall.is, ATH. aðeins 100 sæti laus.