2013.05.31

Netstjórnunarlausn NetPartner tekur sín fyrstu skref erlendis

NetPartner hefur samstarf með Tekdata/Micro-P í Bretlandi fyrir þróun og dreifingu á hugbúnaði NetPartner til allra viðskiptavina þeirra á Bretlandseyjum.

NetPartner mun styðja viðskiptavini og endursöluaðila Tekdata/Micro-P í uppsetningu og stjórnun þráðlausra netkerfa. Það sem gerir lausn NetPartner frábrugðna hefðbundum lausnum er að hún er eingöngu í skýjinu og þaðan er aðgangi og viðmóti notenda á ólíkum kerfum stjórnað, ekki er þörf á netþjóni per staðsetningu eða viðskiptavin. 

Kerfið býður upp á umsýslukerfi fyrir endursöluaðila þar sem þeir geta stjórnað aðgengi viðskiptavina sinna. Fyrir notendur þá geta þeir valið hvernig notendur skrá sig inn, sérsniðið viðmótið sitt og tryggt að aðgengi og auðkenning uppfylli alla staðla og óskir sínar beint.

Hugbúnaðurinn hefur einnig fengið nýtt nafn, í staðinn fyrir Tronica ber hann nafnið GuestAir.

Frekari upplýsingar um Tekdata/Micro-P er að finna hér http://www.micropsecurity.com/corpinfo