2013.07.17

Radisson velur NetPartner

Radisson og NetPartner hafa gengið frá samningi um uppsetningu á nýtísku þráðlausu neti hjá Hótel Sögu og Park-Inn. Kerfið mun veita öflugt þráðlaust samband í öll 450 herbergi hótelana ásamt fundaraðstöðu sem tekur allt að 500 gesti.

 
Kerfið er næstu kynslóðar þráðlaust samband þar sem gæði eru tryggð fyrir hvern notenda til að veita góða netupplifun hvar og hvenær sem er. Kerfið býr yfir greind til að meta innihald netumferðar og getur tryggt að öll margmiðlunar upplifun sé hröð og góð en á sama tíma gætt þess að viðskiptatengt efni njóti forgangs.
 

Kerfið mun notast við auðkenningar hugbúnað sem að NetPartner hefur þróað en með honum er hægt fyrir bæði hotelin að auðkenna gesti frá einni staðsetningu án þess að senda netumferð notenda sérstaklega á auðkenningarþjóna en þetta er einstakur eiginleiki þessarar lausnar.