2014.07.31

Öryggismiðstöðin og NetPartner í samstarf

Öryggismiðstöðin hefur samstarf með NetPartner í net- og öryggismálum sem liður í því að viðhalda háu öryggistigi og rekstaröryggi í umhverfi þar sem hætturnar verða sífellt fleiri og þróaðari. Sem leiðandi fyrirtæki í öryggismálum og öryggiskerfum er þetta hluti af því hlutverki Öryggismiðstöðvarinnar að vera sífellt í fremstu röð þegar kemur að öryggismálum og upplýsingatækni og vera í stakk búið að tryggja hagsmuni sína og sinna viðskiptavina undir öllum aðstæðum.