2014.08.14

Tækniskólinn uppfærir kjarnabúnað

NetPartner og Tækniskólinn sömdu um uppfærslu á kjarnabúnaði netkerfisins fyrir haustið 2014. Hefur sú vinna farið fram og hefur Tækniskólinn uppfært burðarnetið upp í 10Gb. Tækniskólinn er með stóra starfsemi á mörgum stöðum og yfir 3500 nemendur, netkerfið nýtir sér routing prótokolla og varaleiðir til að tryggja netsamband en án þess raskast kennsla mikið en sem leiðandi skóli í tæknimálum hafa kennsluaðferðir breyst mikið með nýrri tækni og treysta á gott netsamband.

Með þessari uppfærslu hefur Tækniskólinn getað sett meiri hraða á allar þjónustur á bæði vír og þráðlausu sambandi fyrir allar þjónustur.

Tækniskólinn býður upp á fjölbreytt nám bæði bóklegt og verklegt og hefur verið leiðandi í nýjungum eins og margmiðlunarfræðum og stafrænni vinnslu svo eitthvað sé nefnt.

Fyrir frekari upplysingar um Tækniskólann er hægt að fara á vefsíðuna tskoli.is