2014.10.02

Guest AIR tekur á skrið erlendis

Guest AIR, hugbúnaðurinn sem að NetPartner hefur núna unnið að þróun frá því 2011 og hefur verið í sölu í Bretlandi um nokkuð skeið, hefur núna náð þeim merka áfanga að vera að festa sig í sessi.

Ný verið bættist í hóp notenda hin virðulega hótel keðja Hastings Hotels en Guest AIR var valin þeirra lausn vegna möguleikanna á að sníða lausnina beint frá skýinu að hverju hóteli fyrir sig og þörfum þess. Hægt er að fræðast um þessi hótel á heimasíðu þeirra  www.hastingshotels.com.

Einnig hefur hin heims þekkta Baccardi samsteypa hafið innleiðingu á Guest AIR á staðsetningum sínum en vínunnendum ætti að vera vel þekkt Baccardi og Martini nafnið. Guest AIR mun tryggja samhæfni þráðlausa netkerfisins þeirra við reglugerðir og bjóða upp á faglegt viðmót sem hæfir jafn þekktu fyrirtæki.

Þessi dæmi sýna hversu miklir möguleikar eru í Guest AIR til hvers kyns aðlögunar á auðveldan hátt að ólíkri starfsemi en einnig að aukin vitund er að eiga sér stað um öryggi og faglega nálgun á dreifingu þráðlausra netkerfa.

Fyrir frekari upplýsingar um Guest AIR á íslensku vafrið á www.npi.is/guestair en alþjóðlega heimasíðan er á www.guestair.net