2015.02.27

Fyrsta Token Cube sendingin

NetPartner sendir fyrstu sendinguna til Bretlands og Þýskalands af Token Cube sem er skýprentari fyrir Hotspot þjónustur. Það sem gerir Token Cube sérstakann er að hann er með öllu stýrt í skýinu og virkar á hvaða neti sem er og hvar sem er, þetta gerir stærri fyrirtækjum og stofnunum mögulegt að bjóða upp á örugga en einfalda auðkenninu til notenda án þess að hafa opið net eða flóknari auðkenningar beint frá þráðlausum netum. Þessi eftirspurn kom nokkuð á óvart en markaðurinn hefur verið að færast yfir í auðkenningar beint í loftið en mörg umhverfi kjósa enn mjög einfalda og trausta auðkenningu. Margir auka möguleikar eru í kerfinu til aðlögunar og breytinga eftir umhverfum, tengingar við aðra gagnagrunna og til markaðssetningar.

Kassinn er framleiddur á Íslandi með aðföngum sem svo eru sett saman og að lokum skýhugbúnaði hlaðið inn. Það er sönn ánægja að taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi með þessum hætti og auka fjölbreytni og virðingu íslensks atvinnulífs.