Opin þráðlaus net

Með stóraukinni notkun og dreifingu á þráðlausum kerfum og neytenda væntingu að öflugt þráðlaust net sé á flestum stöðum hvort sem um er að ræða námsumhverfi, samkomusali, hótel eða hvern þann stað þar sem að fólk kemur saman, er krafan um auðkenningu og öryggi að aukast samhliða. Vegna kostnaðar við netkerfi sem eiga þó að vera aðgengileg öllum, og jafnvel ókeypis, þá hafa fyrirtæki og stofnanir tekið upp á því að afla upplýsinga eða koma áleiðs upplýsingum yfir þráðlausa netkerfið og ná þar fram einhverri hagræðingu og kostnaði aftur inn.

Reglugerðir um opin net

Í Evrópusambandinu hefur verið innleidd reglugerð um að á hverju þráðlausu neti, hvort sem það er frítt eða ekki (Hotspot), þá verður að skrá inn notendur með einhverri aðferð eins og t.d. netfang, símanúmer eða aðgangskóða og verður kerfið að geyma í 12 mánuði þessar upplýsingar ásamt MAC númerinu á tækinu sem að notað er til að tengjast, Guest AIR uppfyllir þessar kröfur samkvæmt reglugerð auk þess að bjóða upp á nær endalausa aðra möguleika til auðkenningar eða gagnaöflunar. Mikið af reglugerðum Evrópusambandsins skila sér til Íslands og því jafnvel bara tímaspursmál þar til að þessar reglur skila sér til Íslands. Óháð reglugerðum samt er Guest AIR það tól sem að vaktar og gefur öllum þráðlausum netum faglegt viðmót sem hægt er að nýta til að afla upplýsinga eða koma þeim áleiðis.

Auðkenningar leiðir GuestAIR

Aðrir möguleikar í GuestAIR

Möguleikarnir eru þeir sem þú hugsar um en í Guest AIR er innibyggður möguleiki að vinna og hanna hvaða auðkenningarsíðu sem er, hægt er að hlaða upp CSS skjali, og gera viðmótið gagnvart notendum í anda heimasíðu fyrirtæksins eða stofnunarinnar.

Guest AIR er öflugt markaðs- og gagnaöflunartól þar sem hæg er að gera kannanir, setja upp auglýsingar og tilboð, koma upplýsingum á framfæri og margt fleira.

Guest AIR er komið á markað í Bretland, Írlandi, Hollandi, Lúxemborg og Belgíu. Unnið er að innleiðingu í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og öllum Norðurlöndum.

Hægt er að nálgast sölubæklingin sem stuðst er við í Bretlandi um þessar mundir hér.