Við hjálpum þér að móta þína eigin netstefnu.

Fjaraðgengi hvaðan sem er á hvaða tæki sem er.

Nethröðun - WAN & Internet Acceleration

Rekstraröryggi

Stöðugur uppitími upplýsingakerfa er öllum fyrirtækjum mikilvægur og því er áríðandi að allur útbúnaður verði eins og best verður á kosið með viðbragðsleiðum og varaleiðum. NetPartner leggur sérstaka áherslu á að tryggja netrekstur fyrirtækja með fyrirbyggjandi lausnum sem geta brugðist við óhöppum eins og þegar vélbúnaður bilar, nettengingar falla niður, gagnatap vegna mistaka starfsmanna eða jafnvel meiri háttar áföll af hendi æðri máttarvalda sem gætu hamlað aðgengi að húsnæði.

Með netumsjón NetPartner færðu meira rekstraröryggi.

SMÁSJÁ Á NETUMFERÐ

„Best in Class“ skýrslur um netumferð og samskipti út á internetið. Kerfið býður upp á vefviðmót sem stjórnendur geta nýtt sér til að fá þær upplýsingar sem sóst er eftir.

  1. Vöktun á erlendu niðurhali eftir notendanafni, IP-tölu og staðarneti.
  2. Niðurhal á hvert forrit, skráð eftir löndum og margt fleira.
  3. Allar hættur og vírusar skráðir niður.
  4. Kerfi sem veitir fullkomið frelsi til að setja inn þær breytur sem menn óska.
  5. Skilvirkt vefviðmót sem keyrir á Windows Server stýrikerfi.