TAKTU STJÓRN Á FARSÍMUM OG SPJALDTÖLVUM.

Með okkar lausnum geta fyrirtæki framfylgt öryggiskröfum og öryggisstefnu sinni gagnvart öllum iOS (iPhone og iPad), Windows Phone og Android-tækjum, bæði símum og spjaldtölvum. Þetta eru persónuleg tæki og starfsfólk vill gjarnan geta notað sín tæki eða valið sín eigin þegar kemur að innkaupum fyrirtækja. Þessi tæki standa yfirleitt utan við alla stjórnun og eftirlit tölvudeildar og ekki nokkur leið að tryggja að upplýsingar og gögn sem þau geyma séu ekki berskjölduð eða standist vottanir.

Við höfum að bjóða lausnir frá öryggisfyrirtækinu Sophos sem tryggja fyrirtæki þínu

ÖRUGG TÖLVUPÓSTSAMSKIPTI

Að dulkóða tölvupóst hefur í gegnum tíðina verið afar óþjált og tímafrekt. Flest fyrirtæki á Íslandi senda því trúnaðarupplýsingar með óöruggum hætti. Við bjóðum upp á tímamótalausn á þessu vandamáli sem gerir öllum innan fyrirtækisins kleift að senda dulkóðaðan tölvupóst, óháð tækniþekkingu. Auk þess að dulkóða tölvupóst er lausnin allsherjar öryggislausn fyrir tölvupóst.

VIÐSKIPTAÖRYGGI FYRIR ALLAR TÖLVUR OG NETÞJÓNA.

Kerfið er einfalt en býður nærri endalausa möguleika á að framfylgja þeim öryggiskröfum sem fyrirtæki setja sér. Öllu er stjórnað frá einu viðmóti sem allir kerfisstjórar eiga auðvelt með að vinna með. Netstefna fyrirtæksins mun fylgja öllum fartölvum hvar sem og hvenær sem er. Lausnin okkar hefur verið í þrjú ár valin „Leader“ af Gartner.